
Fimur karrinn á furugrein. Ljósm. gó
Stendur vaktina meðan kerla liggur á
Talið er að fjölgun sé nú aftur að verða í rjúpnastofninum eftir nokkur rýr ár. Meðfylgjandi mynd var tekin af rjúpnakarra í Borgarfirði um liðna helgi. Hann er nú að mestu kominn í sumarbúninginn, kerlingin liggur á hreiðri en hann hefur það hlutverk að fylgjast með aðsteðjandi hættum, sem geta verið ýmsar. Sest þá gjarnan á efstu trjágreinar til að hafa útsýni sem víðast.