
Þorri framkvæmda í sumar verður væntanlega burðar- og slitlagsviðgerðir. Hér er slitlag lagfært við Berjadalsá fyrr í sumar. Ljósm. mm
Aukafjárveiting til neyðarviðgerða í vegamálum óafgreidd hjá Alþingi
Aukafjárveiting sú að fjárhæð þrír milljarðar króna sem ætlað er til neyðarviðgerða í sumar er ennþá óafgreidd á Alþingi. Málið hefur ekki komist á dagskrá þingsins. Innviðaráðherra kennir málþófi stjórnarandstöðunnar um. Vegagerðarmenn bíða í ofvæni enda líður hratt á þann þrönga tíma sem þeir hafa til viðhaldsframkvæmda í sumar.