Fréttir
Vaskur hópur Flandrafólks, sló upp tjaldinu síðdegis í gær þar sem tekið verður á móti hlaupurum á laugardaginn eftir að þeir koma í mark. Ljósm. mm

Gert klárt fyrir Hafnarfjall Ultra utanvegahlaupið

Utanvegahlaupið Hafnarfjall Ultra verður ræst klukkan 10 á laugardaginn frá körfuboltavellinum við Hjálmaklett í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta hlaup fer fram en engu að síður er þátttaka góð. Að sögn Kristins Óskars Sigmundssonar eru 120 hlauparar skráðir til leiks og kveðst hann ánægður með þátttökuna. Það er Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi sem stendur að hlaupinu, en hópurinn hefur um árabil staðið fyrir Flandrasprettum, sem er fimm km götuhlauparöð sem haldin er mánaðarlega yfir vetrarmánuðina.

Gert klárt fyrir Hafnarfjall Ultra utanvegahlaupið - Skessuhorn