Fréttir
Hópurinn á þýskum akri. Ljósm. LbhÍ

Búfræðikennarar í fræðsluferð til Þýskalands

Þessa vikuna eru 12 búfræðikennarar frá Landbúnaðarháskóla Íslands í fræðsluferð í Þýskalandi á vegum Erasmus+ starfsþjálfunarverkefnis. Samstarfsskóli LbhÍ; DEULA Nienburg er leiðandi verknámsskóli sem býður fjölda sérhæfðra námsleiða, styttri sem lengri, og góða aðstöðu fyrir þátttakendur. Auk þess að kynnast nýjustu tækni og aðferðum í evrópskum landbúnaði mun hópurinn leggja drög að námskeiði fyrir búfræðinema.

Búfræðikennarar í fræðsluferð til Þýskalands - Skessuhorn