
Kirkjan klædd og nýir gluggar komnir á sinn stað. Ljósm. bhs
Góður gangur í lagfæringum Dagverðarneskirkju
„Það er rífandi gangur við lagfæringar á Dagverðarneskirkju,“ skrifar Bára Sigurðardóttir á Lyngbrekku í Dölum sem farið hefur í broddi fylkingar hóps sem vinnur að endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Hún segir að smiðir séu nú búnir að vera að vinna við kirkjuna í þrjár vikur. „Búið að rétta kirkjun af, klæða á pappa og komnir í gluggarnir sem Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum smíðaði árið 2009. Ekki mátti setja gluggana í kirkjuna, en þeir hafa verið geymdir inni í kirkjunni,“ skrifar Bára. „Í mars 2024 sótti Baldur Þorleifsson gluggana, setti í þá tvöfalt gler og núna 26. júní 2025 eru þeir komnir í kirkjuna,“ skrifaði Bára í gær.