
Þjófagengi var nýverið stöðvað við Krónuna á Akranesi, í kjölfar tilraunar til þjófnaðar á matvörum. Þetta gengi hafði, að sögn lögreglu, áður stolið miklu af matvörum í verslun Krónunnar á Selfossi sama dag.Lesa meira

Þjófagengi var nýverið stöðvað við Krónuna á Akranesi, í kjölfar tilraunar til þjófnaðar á matvörum. Þetta gengi hafði, að sögn lögreglu, áður stolið miklu af matvörum í verslun Krónunnar á Selfossi sama dag.Lesa meira

Um helgina fór fram Sumarmeistaramót Sundsambands Íslands í Hafnarfirði, sem jafnframt markar lok sundtímabilsins. Sundfélag Akraness átti frábært mót og hafnaði í öðru sæti í stigakeppni 16 ára og eldri. Á mótinu var einnig keppt í svokölluðu SKINS-sundi í 50 metra greinum. Þar keppa átta hröðustu sundmenn úr undanrásum í röð útsláttarumferða. Fyrst fara fjórir…Lesa meira

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í morgun eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að skipstjóri fiskibáts sem var staddur í grenndinni hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti um að báturinn væri sokkinn og að einn maður væri…Lesa meira

Í morgun var frumvarp til Fjáraukalaga III afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns bíða vegagerðarmenn í ofvæni eftir endanlegri afgreiðslu frumvarpsins frá Alþingi því þá geta loks hafist löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á vegum landsins. Afar erfitt er að ráða í hvenær þriðja umræðan fer fram. Það eitt…Lesa meira

Síðastliðinn laugardag var formleg opnun á endurbættum Dritvíkurvegi á Snæfellsnesi. Við það tilefni var mikið um gestagang og veitingar bornar á borð í Þjóðgarðinum. Ragnheiður Sigurðardóttir, sem er nýráðin þjóðgarðsvörður, bauð gesti og gangandi velkomna og Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Náttúruverndarstofnunar ávarpaði samkomuna. Kristinn Jónasson bæjarstjóri hélt sömuleiðis ávarp áður en Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis,- orku-…Lesa meira

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki, sem fram fór í Slóvakíu. Mótið var afar sterkt, með yfir 360 þátttakendum frá öllum hornum Evrópu. Einar Margeir náði glæsilegum árangri og synti sig inn í úrslit í 100…Lesa meira

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Akraneshöllinni á sunnudaginn þegar leikmann Víkings í Ólafsvík sóttu Káramenn heim í tíundu umferð annarrar deildarinnar i knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að liðsmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Luis Alberto Diez Ocerin skoraði fyrir Víking á 21. mínútu og annað mark á 37. mínútu. Luke…Lesa meira

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í gær í Hvalfirði og Kjós. Keppnin hófst við Félagsgarð í Kjós en hjólaðir voru um 23 kílómetra langir hringir um Kjós og var endað á sama stað. Mótið í ár var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR). Sigurvegarar í Elíte flokkum, eftir æsispennandi keppnir, voru þau Þorsteinn Bárðarson og…Lesa meira

Lið Skagamanna gerði góða ferð á Ísafjörð í gær þar sem liðið mætti heimamönnum í Vestra. Fyrir leikinn má segja að liðin hafi í raun haft sætaskipti miðað við spár spekinga við upphaf móts. Lið Vestra í efri helmingi deildarinnar en lið ÍA sat á botninum. Leikurinn var fyrsti leikur ÍA undir stjórn nýráðins þjálfara…Lesa meira

Það var mikið líf og fjör í Snæfellsbæ um helgina þegar yfir 400 unglingar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru á svæðinu. Þar fór fram Landsmót unglingadeilda Landsbjargar. Dagskráin var fjölbreytt en skipulagning hennar var í höndum unglingadeildarinnar Dreka í Snæfellsbæ og Óskars í Búðardal. Landsmótið tókst, að sögn skipuleggjenda, afar vel. Veðrið var gott og unglingarnir…Lesa meira