Fréttir

true

Fellihýsageymslan er ný fjölskyldubók úr Grundarfirði

Marta Magnúsdóttir í Grundarfirði hefur gefið út bókina Fellihýsageymslan við myndlýsingar eftir Kalla Youze myndlistarmann. Bókin var að berast til landsins og er nú á leið í allar helstu bókaverslanir og víðar. „Þetta er mikil gleðistund eftir tveggja ára ferli á bak við útgáfuna,“ segir Marta í samtali við Skessuhorn. Fellihýsageymslan er 150 blaðsíðna fjölskyldubók…Lesa meira

true

Írsk vika hefst á Útgerðinni í kvöld

Starfsfólk Útgerðarinnar mun stiga öldu Írskra daga sem nú eru að hefjast á Akranesi. Það verður nýjasti kórinn í tónlistarflóru Skagamanna sem ríður á vaðið í fjölbreyttri dagskrá Útgerðarinnar næstu daga. Dagskráin er einkum löguð að þörfum þeirra sem eldri eru og vilja ögn rólegri tíð. Vonast er til þess að útisvæði verði tekið í…Lesa meira

true

Sterkar göngur á kvöldflóðinu

„Hollið fékk nokkra laxa en það voru að koma sterkar göngur á kvöldflóðinu í fyrrakvöld,“ sagði Skúli Sigurz Kristjánsson en hann var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit um hádegi i gær. Laxinn var að ganga í ána þótt vatnið væri lítið. „Það voru ekki miklar rigningar hérna, aðeins dropar af og til í…Lesa meira

true

Elizabeth Bueckers með þrennu í góðum sigri ÍA

Lið ÍA og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrir leikinn sátu bæði lið við botninn með sex stig. Skemmst er frá því að segja að Elizabeth Bueckers og stöllur hennar í liði ÍA fóru mikinn strax í upphafi leiks. Elizabeth skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og Erna Björt Elíasdóttir bætti…Lesa meira

true

Búið að loka söluumboði Öskju á Vesturlandi

Bílaumboðið Askja hefur nú lokað söluumboði sínu við Innnesveg 1 á Akranesi. Viðskiptavinum er bent á að þjónustuverkstæði Öskjubíla á Akranesi er Bífreiðaverkstæði Hjalta. Sala nýrra og notaðra bíla flyst því suður. Viktor Elvar Viktorsson lætur nú af störfum hjá fyrirtækinu en annað starfsfólk heldur áfram hjá Öskju á Krókhálsi í Reykjavík. Sigurður Már færir…Lesa meira

true

Lundastofninn sagður í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu þrjá áratugi. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. „Við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir lundastofninn fékk Náttúrverndarstofnun, áður Umhverfisstofnun, tvo óháða sérfræðinga, Dr. Fred…Lesa meira

true

Amma og barnabörnin söfnuðu fyrir Kvennaathvarfið

Hin árlega fjáröflun ömmu og barnabarna Guðrúnar H Sederholm var haldin í Húsafelli á sunnudaginn. Á basar var selt fyrir 18.724 krónur og að þessu sinni rann ágóðinn til Kvennaathvarfsins. „Við þökkum stuðninginn,“ segir Guðrún og börnin.Lesa meira

true

Banaslys á sjó

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að strandveiðisjómaður hafi í morgun látist í kjölfar þess að bátur sem hann réri á sökk vestur af Blakki, suðvestur af Patreksfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan 11 í morgun og tilkynnt að báturinn væri…Lesa meira

true

Lækkun á olíuverði er ekki að skila sér til neytenda

„Á heildina hefur þróun á erlendum mörkuðum verið íslenskum olíumarkaði hagfelld. Heimsmarkaðsverð olíu hefur leitað niður á við á árinu. Snörp hækkun, sem rekja mátti til átaka í Vestur-Asíu, hefur að mestu gengið til baka eftir undirritun samkomulags um vopnahlé. Gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur einnig styrkst. Alls hefur olíutunnan lækkað um 10% frá…Lesa meira

true

Starfshópur um valkosti í gjaldmiðlamálum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Skýrslunni verður skilað á fyrri hluta næsta árs og er ætlað að skapa umræðuvettvang um gjaldmiðlamál Íslands. Hópurinn verður leiddur af…Lesa meira