
Húsnæðið sem umboðið hefur verið starfandi í er í eigu Löðurs. Ljósm. gbh
Búið að loka söluumboði Öskju á Vesturlandi
Bílaumboðið Askja hefur nú lokað söluumboði sínu við Innnesveg 1 á Akranesi. Viðskiptavinum er bent á að þjónustuverkstæði Öskjubíla á Akranesi er Bífreiðaverkstæði Hjalta. Sala nýrra og notaðra bíla flyst því suður. Viktor Elvar Viktorsson lætur nú af störfum hjá fyrirtækinu en annað starfsfólk heldur áfram hjá Öskju á Krókhálsi í Reykjavík. Sigurður Már færir sig yfir í sölu notaðra bíla á Krókhálsi 7, Sigurður Valgeir verður tæknimaður Kia á Krókhálsi 13 og Svandís Guðbjörg heldur áfram sínum störfum á þjónustuborði Öskju. „Eftir frábæran tíma á Akranesi er komið að því að kveðja, Askja Vesturlandi lýkur starfsemi 1. júlí,“ sagði í tilkynningu.