
Elka Guðmundsdóttir með flottan lax úr Laxá i Leirársveit. Ljósm. Skuli Sigurz
Sterkar göngur á kvöldflóðinu
„Hollið fékk nokkra laxa en það voru að koma sterkar göngur á kvöldflóðinu í fyrrakvöld,“ sagði Skúli Sigurz Kristjánsson en hann var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit um hádegi i gær. Laxinn var að ganga í ána þótt vatnið væri lítið.