Fréttir
Katla Bjarnadóttir mun að vanda standa vaktina á Útgerðinni með sínu fólki. Ljósm. hj

Írsk vika hefst á Útgerðinni í kvöld

Starfsfólk Útgerðarinnar mun stiga öldu Írskra daga sem nú eru að hefjast á Akranesi. Það verður nýjasti kórinn í tónlistarflóru Skagamanna sem ríður á vaðið í fjölbreyttri dagskrá Útgerðarinnar næstu daga. Dagskráin er einkum löguð að þörfum þeirra sem eldri eru og vilja ögn rólegri tíð. Vonast er til þess að útisvæði verði tekið í notkun síðar í dag.