Fréttir
Lægsta lítraverð eldsneytis er nú sem fyrr hjá Costco í Garðabæ.

Lækkun á olíuverði er ekki að skila sér til neytenda

„Á heildina hefur þróun á erlendum mörkuðum verið íslenskum olíumarkaði hagfelld. Heimsmarkaðsverð olíu hefur leitað niður á við á árinu. Snörp hækkun, sem rekja mátti til átaka í Vestur-Asíu, hefur að mestu gengið til baka eftir undirritun samkomulags um vopnahlé. Gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur einnig styrkst. Alls hefur olíutunnan lækkað um 10% frá áramótum, mælt í krónum,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ, en samkvæmt útreikningum samtakanna hefur fyrrnefnd lækkun heimsmarkaðsverðs ekki komið fram í íslensku eldsneytisverði.

Lækkun á olíuverði er ekki að skila sér til neytenda - Skessuhorn