Fréttir

Fellihýsageymslan er ný fjölskyldubók úr Grundarfirði

Marta Magnúsdóttir í Grundarfirði hefur gefið út bókina Fellihýsageymslan við myndlýsingar eftir Kalla Youze myndlistarmann. Bókin var að berast til landsins og er nú á leið í allar helstu bókaverslanir og víðar. „Þetta er mikil gleðistund eftir tveggja ára ferli á bak við útgáfuna,“ segir Marta í samtali við Skessuhorn.

Fellihýsageymslan er ný fjölskyldubók úr Grundarfirði - Skessuhorn