Íþróttir
Elizabeth Buekers skoraði þrennu gegn Fylki. Ljósm. Jón Gautur

Elizabeth Bueckers með þrennu í góðum sigri ÍA

Lið ÍA og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrir leikinn sátu bæði lið við botninn með sex stig. Skemmst er frá því að segja að Elizabeth Bueckers og stöllur hennar í liði ÍA fóru mikinn strax í upphafi leiks. Elizabeth skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og Erna Björt Elíasdóttir bætti öðru marki við á 29. mínútu. Kolfinna Baldursdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki á 44. mínútu.

Elizabeth Bueckers með þrennu í góðum sigri ÍA - Skessuhorn