Fréttir
Stund milli stríða og unga fólkið slappar af í leiktækjum við grunnskólann. Ljósmyndir: af

Fjölmennt Landsmót ungliða björgunarsveitanna

Það var mikið líf og fjör í Snæfellsbæ um helgina þegar yfir 400 unglingar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru á svæðinu. Þar fór fram Landsmót unglingadeilda Landsbjargar. Dagskráin var fjölbreytt en skipulagning hennar var í höndum unglingadeildarinnar Dreka í Snæfellsbæ og Óskars í Búðardal. Landsmótið tókst, að sögn skipuleggjenda, afar vel. Veðrið var gott og unglingarnir ánægðir; nutu sín í skemmtilegu umhverfi.

Fjölmennt Landsmót ungliða björgunarsveitanna - Skessuhorn