Íþróttir

Víkingur fór létt með Káramenn

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Akraneshöllinni á sunnudaginn þegar leikmann Víkings í Ólafsvík sóttu Káramenn heim í tíundu umferð annarrar deildarinnar i knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að liðsmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Luis Alberto Diez Ocerin skoraði fyrir Víking á 21. mínútu og annað mark á 37. mínútu. Luke Williams bætti marki við á 51. mínútu. Sigurður Hrannar Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir Kára á 65. mínútu. Það var svo Ivan Lopez Cristobal sem skoraði fjórða mark Víkings á 78. mínútu, en fleiri urðu mörkin ekki.

Víkingur fór létt með Káramenn - Skessuhorn