Fréttir
Fjölmenni tók þátt í gleðigöngunni frá Brákarey og að Hjálmakletti. Ljósmyndir: mm

Ágæt stemning á Brákarhátíð og Hinsegin hátíð Vesturlands – myndasyrpa

Brákarhátíð í Borgarnesi og Hinsegin hátíð Vesturlands var að þessu sinni slegið saman. Hófst hátíðin á fimmtudaginn og lauk í gærkvöldi. Dagskráin var sett þannig upp að fjölskyldur gætu sem mest notið saman. Nefna má að boðið var upp á siglingu um fjörðinn, sundlaugardiskó, dögurð kvenfélagskvenna, frisbí golfkeppni, leikhópurinn Lotta var í Skallagrímsgarði, loppumarkaður, regnbogamessa, fjör í Brákarey og síðast en ekki síst Gleðiganga í aðdraganda baráttu- og skemmtidagskrár við Hjálmaklett. Í gærkvöldi var svo slegið upp dansleik. Ágæt þátttaka var í flestöllum viðburðum sem í boði voru á hátíðinni og til að mynda var troðfull kirkja þegar séra Heiðrún Helga stýrði Hinsegin messu á föstudagskvöldinu.

Ágæt stemning á Brákarhátíð og Hinsegin hátíð Vesturlands - myndasyrpa - Skessuhorn