
Samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur lagt til að sveitarfélögin verði sameinuð. Í haust munu íbúar sveitarfélaganna ganga að kjörborðinu og taka hina endanlegu ákvörðun í málinu. Þó sveitarfélögin tvö séu samliggjandi eru þau í eðli sínu afar ólík í grunninn. Ekki síst í fjölda íbúa. Íbúar Borgarbyggðar voru 4.355 talsins 1. janúar 2025 en íbúar…Lesa meira








