Fréttir

true

Orkuveitan með myljandi hagnað

Orkuveitan (Orkuveita Reykjavíkur) skilaði 4,5 milljarða króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt árshlutauppgjöri samstæðunnar. Á sama tímabili árið 2024 var hagnaðurinn 2,9 milljarðar króna. Innan samstæðunnar eru auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Tekjur fyrirtækjanna í samstæðunni jukust á tímabilinu um 7% frá fyrra ári og gjöld lækkuðu um sama hlutfall. Þrátt…Lesa meira

true

Bláfánanum flaggað á Langasandi í þrettánda sinn

Í morgun var Bláfáninn dreginn að húni við Langasand á Akranesi, þrettánda árið í röð. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er veittur þeim baðströndum…Lesa meira

true

Skipulagsstofnun gefur út álit sitt um Holtavörðuheiðarlínu 1

Hagsmunasamtök landeigenda telja sig sniðgengin af Landsneti Umsagnir bárust frá 13 stofnunum, auk Landsvirkjunar, og 13 landeigendum að auki þegar auglýst var eftir viðbrögðum við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1. Skipulagsstofnun fjallar í áliti sínu, sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar, nokkuð um innsendar umsagnir annarra stofnana, en fjallar hins vegar nær ekkert um umsagnir sem bárust…Lesa meira

true

Skallagrímur með sigur á heimavelli

Skallagrímur tók á móti Létti frá Breiðholti í gær, í annarri umferð A-riðils 5. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fjörlega af stað en Viktor Ingi Jakobsson kom heimamönnum yfir á tíundu mínútu með laglegu skallamarki. Léttir fékk réttilega dæmda vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik en Stefan Pavlovic varði vítið. Staðan því 1-0 í hálfleik.…Lesa meira

true

Hvað er með ásum – Bárður Snæfellsás og tröllskessan á Mýrarhyrnu

Föstudaginn 23. maí opnaði sýning í Eddu, húsnæði Árnastofnunar í Reykjavík, á verkum nemenda sem tóku þátt í verkefninu „Hvað er með ásum,“ skólaárið 2024-25. Nemendur úr 3. – 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar eiga verk á þeirri sýningu en þar sýna þau verk sem unnin voru um heimana níu úr norrænu goðafræðinni. Auk Grunnskóla Snæfellsbæjar…Lesa meira

true

Jörfi ehf. á Akranesi fagnaði nýjum kafla

Á föstudaginn stóð hið unga en vaxandi fyrirtæki Jörfi ehf. á Akranesi fyrir opnunarhátíð í græna iðngarðahverfinu, að Nesflóa 1. Þar var kynnt til sögunnar ný og stækkuð aðstaða fyrirtækisins, bæði verslun og vélaverkstæði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin glaðleg. Þrátt fyrir vætu fyrripart dags brá sólin á leik þegar líða tók á og…Lesa meira

true

Afburðagott vor auðveldar störfin í garðyrkjunni

Mildur og góður maímánuður og frostlaus jörð hefur létt ýmsum sporin í vor og það sem af er sumri. Á garðyrkjustöðinni Gleym mér ei við Sólbakka í Borgarnesi er venju fremur blómlegt um að litast miðað við að enn er maí. Blaðamaður Skessuhorns leit þar við um síðustu helgi og spjallaði stuttlega við garðyrkjufræðinginn Sædísi…Lesa meira

true

Golfskálinn í Ólafsvík fær nýtt hlutverk í næstu sveit

Miðvikudaginn 21. maí mátti sjá óvenjulega sjón á þjóðveginum á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Þá var heilt hús flutt frá Golfvelli Ólafsvíkur að skotsvæði Skotgrundar í botni Kolgrafafjarðar. Kranabíll frá BB og sonum hífði húsið og flutningabíll frá Ragnari og Ásgeiri flutti það á áfangastað áður en kranabíllinn hífði það á sinn nýja stað. Upphaflega…Lesa meira

true

Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Síðastliðinn föstudag voru 14 nýstúdentar brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þetta var fertugasta útskriftin frá því skólinn var stofnaður fyrir rúmum 20 árum. Einn nemandi lauk námi á félags- og hugvísindabraut, tveir luku námi á náttúru- og raunvísindabraut, fjórir luku námi á opinni braut, tveir luku viðbótarnámi til stúdentsprófs og fimm nemendur luku námi…Lesa meira

true

Barnamenningarhátíð Vesturlands hlýtur veglegan styrk

Alls bárust Barnamenningarsjóði 138 umsóknir um styrki að þessu sinni og var heildarupphæð sem sótt var um er 449 milljónir króna. Úthlutun var tilkynnt við athöfn í Höfuðstöðinni á Degi barnsins á sunnudaginn. Úthlutun var til 47 verkefna að þessu sinni. Hæstu styrkina í ár fá þrjár barnamenningarhátíðir á landsbyggðinni, 5,5 milljónir króna hver þeirra:…Lesa meira