Fréttir
Styrkhafa Barnamenningarsjóðs 2025. Ljósm. rannis.is

Barnamenningarhátíð Vesturlands hlýtur veglegan styrk

Alls bárust Barnamenningarsjóði 138 umsóknir um styrki að þessu sinni og var heildarupphæð sem sótt var um er 449 milljónir króna. Úthlutun var tilkynnt við athöfn í Höfuðstöðinni á Degi barnsins á sunnudaginn. Úthlutun var til 47 verkefna að þessu sinni. Hæstu styrkina í ár fá þrjár barnamenningarhátíðir á landsbyggðinni, 5,5 milljónir króna hver þeirra: Barnamenningarhátíðin Þræðir á Austurlandi (Púkinn), Hafið og Sólmyrkvinn á Vestfjörðum og loks Barnamenningarhátíð Vesturlands sem haldin verður í haust. Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf. fékk úthlutað 330.000 kr. vegna Bátadaga barnanna á Báta- og hlunnindasafninu og loks fékk Borgarbyggð úthlutað 690.000 kr. fyrir verkefnið Samvera í Safnahúsi.

Barnamenningarhátíð Vesturlands hlýtur veglegan styrk - Skessuhorn