Fréttir
Húsinu ekið eftir Grundargötunni í gegnum Grundarfjörð. Ljósm. tfk

Golfskálinn í Ólafsvík fær nýtt hlutverk í næstu sveit

Miðvikudaginn 21. maí mátti sjá óvenjulega sjón á þjóðveginum á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Þá var heilt hús flutt frá Golfvelli Ólafsvíkur að skotsvæði Skotgrundar í botni Kolgrafafjarðar. Kranabíll frá BB og sonum hífði húsið og flutningabíll frá Ragnari og Ásgeiri flutti það á áfangastað áður en kranabíllinn hífði það á sinn nýja stað. Upphaflega stóð til að flytja húsið fimmtudagin 22. maí en því var flýtt vegna óhagstæðrar veðurspár.

Golfskálinn í Ólafsvík fær nýtt hlutverk í næstu sveit - Skessuhorn