Fréttir

true

Naum töp hjá Kára og Víkingi

Fjórða umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina og Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík voru í eldlínunni á laugardaginn. Víkingur spilaði á heimavelli á meðan Káramenn fóru norður. Á Ólafsvíkurvelli mættust Víkingur og Ægir og úr varð markaleikur þar sem yfir hundrað áhorfendur skemmtu sér yfir fjörugum leik. Framherjinn Kwame Quee…Lesa meira

true

Hjóladagur í leikskólanum

Það var mikið um að vera á bílaplaninu við Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði síðastliðinn þriðjudag. Þá var búið að breyta bílaplaninu í skemmtilega hjólabraut og mættu allir krakkarnir á hjóli í leikskólann. Lögreglan kom á svæðið og fór yfir hjóla- og öryggisbúnað og setti svo viðeigandi límmiða á fákana. Gleðið skein úr hverju andliti er…Lesa meira

true

Skagamenn í neðsta sæti eftir tap gegn Víkingi

Víkingur Reykjavík og ÍA áttust við í áttundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardagskvöldið og var viðureignin á Víkingsvelli. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru með ágætum, tíu stiga hiti var en skýjað og smá gola. Víkingur komst yfir á 9. mínútu þegar Valdimar Þór Ingimundarson átti fyrirgjöf á Helga Guðjónsson sem var á auðum…Lesa meira

true

Færri fjallvegir nú lokaðir miðað við árstímann

Vegagerðin hefur nú uppfært Hálendiskort sitt eins og jafnan er gert reglulega á þessum árstíma. Tíðarfarið í vor hefur verið með þeim hætti að mun færri fjallvegir eru lokaðir í lok maí en venja er til. Til dæmis er nú Arnarvatnsvegur 578 fær fjallabílum úr Miðfirði að Arnarvatni stóra. Arnarvatnsheiði að sunnanverðu er hins vegar…Lesa meira

true

Fiskur á fyrsta degi þegar Hreðavatn var opnað fyrir veiði

Þessa dagna er hvert silungsveiðivatnið á fætur öðru opnað. Svo styttist óðfluga í að laxveiðin hefjist. Hreðavatn var opnað á föstudaginn og mættu nokkrir veiðimenn á ýmsum aldri til að renna fyrir fisk. Ísak Máni Hugason veiddi þennan 44 cm urriða í Hreðavatni. Hann var búinn að taka nokkra minni fiska en varð svo aldeilis…Lesa meira

true

Líf og fjör þegar fyrsta stóra skemmtiferðaskip sumarsins kom – myndasyrpa

Á laugardaginn kom skemmtiferðaskipið Carnival Miracle til hafnar í Grundarfirði. Veðrið var með besta móti og tók Grundarfjörður á móti gestum með fegursta móti. Mikil stemning myndaðist á höfninni en þar var fjöldinn allur af leiðsögumönnum, rútum, sölumönnum og hafnarstarfsmönnum sem tóku á móti þegar fyrstu farþegar fóru að streyma í land. Mikill fjöldi fólks…Lesa meira

true

Laxveiðisumarið hafið – fyrsti laxinn úr Skugga

Fyrsti laxinn á þessu veiðitímabili veiddist í Skugga í Borgarfirði í dag. Það er sami dagur og nánast upp á mínútu og fyrsti laxinn kom á land þar í fyrra. Eins og þá var það Mikael Marinó Rivera sem veiddi fyrsta laxinn. „Já, fyrsti laxinn eins og í fyrra hjá manni,“ sagði hann hróðugur. „Það…Lesa meira

true

Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Síðastliðinn föstudag voru 26 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Hugrún Hanna Guðrúnardóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Ræddi hún um þá stemningu og góðu minningar sem hún tæki með sér úr skólanum og sagði: „Þessi ár sem ég hef verið hafa verið fræðandi og krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg og stútfull…Lesa meira

true

Jörð skalf við Eldey

Jarðskjálftahrinan hófst á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, síðastliðinn föstudag. Eftir yfirferð reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð og varð hann klukkan 14:21. Skjálftinn fannst vel alla leið á Suður- og Vesturland, eða frá Akranesi austur um að Hellu. Fjöldi smáskjálfta fannst í kjölfarið, þar af 18 sem voru um 3 stig og stærri. Í…Lesa meira

true

Tryggðu sér sæti á NM í hópfimleikum

Fimleikafólk úr ÍA og Aftureldingu sameinuðu krafta sína á stigamótaröð Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum sem haldið var í Fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi í gær. Liðin náðu þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fer í Finnlandi aðra helgina í nóvember á þessu ári. Þetta verður í fyrsta…Lesa meira