
Myndin er tekin á Eldey. Ljósm. Umhverfisstofnun
Jörð skalf við Eldey
Jarðskjálftahrinan hófst á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, síðastliðinn föstudag. Eftir yfirferð reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð og varð hann klukkan 14:21. Skjálftinn fannst vel alla leið á Suður- og Vesturland, eða frá Akranesi austur um að Hellu. Fjöldi smáskjálfta fannst í kjölfarið, þar af 18 sem voru um 3 stig og stærri. Í gær og dag hefur smám saman dregið úr virkninni og skjálftarnir minnkað.