Fréttir

true

Svekkjandi jafntefli hjá Skagakonum

Fjórða umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi. Í Akraneshöllinni tók ÍA á móti liði Keflavíkur og fyrir viðureignina voru bæði lið með fjögur stig eftir þrjá leiki í 6.-7. sæti. Leikurinn fór ágætlega af stað, liðin voru að þreifa fyrir sér en gekk illa að skapa sér færi. Fyrsta færi leiksins kom…Lesa meira

true

Tekist á um veiðigjald í umræðuþætti frá Grundarfirði

Á þriðjudagskvöldið síðasta var sýndur í Ríkissjónvarpinu í beinni útsendingu umræðuþáttur sem nefnist Torgið. Var hann tekinn upp í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Segja má að í þættinum hafi stálin stinn mæst; Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Tókust þau á um fyrirhugaða hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi. Fyrirhugaðar breytingar…Lesa meira

true

Brautskráð frá tveimur framhaldsskólum í dag

Í dag verða brautskráningarathafnir frá tveimur framhaldsskólum á Vesturlandi; Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Báðar athafnirnar hefjast klukkan 14. Brautskráð verður frá Fjölbrautaskóla Vesturlands miðvikudaginn 28. maí. Þar fer hins vegar fram prófsýning og námsmatsviðtöl í hádeginu í dag.Lesa meira

true

Vorferð eldri borgara suður fyrir Heiði

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum lagði leið sína síðastliðinn fimmtudag til nágranna í suðvestri í Hvalfjarðarsveit og á Akranes. Ekið var frá félagsheimilinu Brún að morgni og haldið í Borgarnes, þar sem góður hluti hópsins bættist í rútuna. Þaðan lá leiðinn út með Hafnarfjalli að Laxárbakka, en þar biðu tveir félagar okkar. Nú var haldið að…Lesa meira

true

Krónan gefur í á Vesturlandi

„Krónan hefur nú opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunarinnar í Borgarnesi og nágrenni. Þjónustusvæðið í kringum Akranes hefur einnig verið stækkað og nær nú til fleiri íbúa á svæðinu. Þá hefst einnig heimsending á Kjalarnes frá versluninni á Akranesi. Með þessu verður aðgengi að einföldum, hagkvæmum og þægilegum matvöruinnkaupum betra en nokkru sinni fyrr fyrir íbúa á…Lesa meira

true

Framhaldsskólaáfangi um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni

Í vor hafa svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Vesturlandi kennt áfanga um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni. Kennt hefur verið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness og aðildarfélög þess. Áfanginn var tilraunaverkefni og hefur hann vakið athygli innan íþróttahreyfingarinnar. Hugmyndin að áfanganum kviknaði fljótlega eftir að svæðisfulltrúar hófu störf haustið 2024 og var…Lesa meira

true

Smíðakennsla fær nýtt líf undir berum himni í GBF

Vegna endubyggingar stærsta hluta skólahúsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum var smíðastofan meðal annars rifin í upphafi verkefnisins. En það stöðvaði ekki Unnar Þorstein Bjartmarsson smíðakennara í að finna skapandi lausn til að kenna nemendum sínum. Hann ákvað að flytja smíðakennsluna út undir bert loft og nýta tækifærið til að skapa eitthvað sem mun gagnast skólanum…Lesa meira

true

Ríkið styrkir hjálparsíma Rauða Krossins 1717

Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í dag samning við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. Framkvæmdastjóri RKÍ segir þetta ómetanlegt. Þannig verði unnt að halda þjónustunni opinni allan sólarhringinn og sinna sálfélagslegum stuðningi fyrir stóran hóp fólks sem þarf á…Lesa meira

true

Gullkorn nefnist nýr leiðarvísir fyrir kornbændur

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út nýjan leiðarvísi fyrir kornbændur sem ber heitið Gullkorn. Ritstjóri og höfundur meginhluta efnisins er Þóroddur Sveinsson, en meðhöfundar að fjórum köflum eru þeir Haukur Þórðarson og Jóhannes Kristjánsson. Leiðarvísirinn er hluti samnings atvinnuvegaráðuneytisins og LbhÍ um sérhæfða ráðgjöf og þróunarvinnu í landbúnaði og er afrakstur margra ára rannsókna og reynslu…Lesa meira

true

Hvasst við fjöll þegar líður á daginn

Í dag verður suðaustan 10-18 m/s og skýjað og fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn, hvassast vestast. Vegagerðin varar við snörpum hviðum á veginum við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag, frá því undir kvöld og fram á nóttina. Um og yfir 30 m/s. Einnig verður hvasst við fjöll í Hvalfirði.Lesa meira