
Hópurinn staddur á Breiðinni á Akranesi. Ljósm. hs
Vorferð eldri borgara suður fyrir Heiði
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum lagði leið sína síðastliðinn fimmtudag til nágranna í suðvestri í Hvalfjarðarsveit og á Akranes. Ekið var frá félagsheimilinu Brún að morgni og haldið í Borgarnes, þar sem góður hluti hópsins bættist í rútuna. Þaðan lá leiðinn út með Hafnarfjalli að Laxárbakka, en þar biðu tveir félagar okkar. Nú var haldið að Leirá, þar sem Ásgeir Örn Kristinsson tók á móti hópnum. Við sögukort sem komið hefur verið fyrir við kirjugarðinn sagði Ásgeir okkur sögu staðarins, krikjunnar og kirkjugarðsins. Áhugaverð saga um fyrri tíma.