Fréttir
Guðrún framkvæmdastjóri Krónunnar og Sigurður verslunarstjóri á Akranesi skjótast með sendingu frá versluninni á Dalbraut. Ljósm. Rúnar Kristmannsson

Krónan gefur í á Vesturlandi

„Krónan hefur nú opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunarinnar í Borgarnesi og nágrenni. Þjónustusvæðið í kringum Akranes hefur einnig verið stækkað og nær nú til fleiri íbúa á svæðinu. Þá hefst einnig heimsending á Kjalarnes frá versluninni á Akranesi. Með þessu verður aðgengi að einföldum, hagkvæmum og þægilegum matvöruinnkaupum betra en nokkru sinni fyrr fyrir íbúa á vestanverðu landinu,“ segir í tilkynningu.

Krónan gefur í á Vesturlandi - Skessuhorn