Fréttir
Frá undirritun styrktarsamnings ráðuneyta og RKÍ um rekstur Hjálparsímans. Frá vinstri: Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra, Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Gísli Rafn Ólafsson framkvæmdastjóri RKÍ og Inga Sæland félags- og barnamálaráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið

Ríkið styrkir hjálparsíma Rauða Krossins 1717

Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í dag samning við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. Framkvæmdastjóri RKÍ segir þetta ómetanlegt. Þannig verði unnt að halda þjónustunni opinni allan sólarhringinn og sinna sálfélagslegum stuðningi fyrir stóran hóp fólks sem þarf á slíkri hjálp að halda.

Ríkið styrkir hjálparsíma Rauða Krossins 1717 - Skessuhorn