Fréttir

Hvasst við fjöll þegar líður á daginn

Í dag verður suðaustan 10-18 m/s og skýjað og fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn, hvassast vestast. Vegagerðin varar við snörpum hviðum á veginum við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag, frá því undir kvöld og fram á nóttina. Um og yfir 30 m/s. Einnig verður hvasst við fjöll í Hvalfirði.

Hvasst við fjöll þegar líður á daginn - Skessuhorn