Fréttir
Í morgun voru sperrurnar reistar og þá var flaggað. Ljósmyndir: Eva Lind Jóhannsdóttir

Smíðakennsla fær nýtt líf undir berum himni í GBF

Vegna endubyggingar stærsta hluta skólahúsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum var smíðastofan meðal annars rifin í upphafi verkefnisins. En það stöðvaði ekki Unnar Þorstein Bjartmarsson smíðakennara í að finna skapandi lausn til að kenna nemendum sínum. Hann ákvað að flytja smíðakennsluna út undir bert loft og nýta tækifærið til að skapa eitthvað sem mun gagnast skólanum í framtíðinni. Unnar, sem einnig kennir í Húsasmíðadeild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, vinnur þannig að því að móta framtíðar smiði landshlutans og hvetur alla nemendur sína að tileinka sér verklega þekkingu í raunverulegu umhverfi. Nemendur GBF hafa tekið verkefninu fagnandi og sýna mikinn áhuga fyrir smíðunum.

Smíðakennsla fær nýtt líf undir berum himni í GBF - Skessuhorn