
Gullkorn nefnist nýr leiðarvísir fyrir kornbændur
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út nýjan leiðarvísi fyrir kornbændur sem ber heitið Gullkorn. Ritstjóri og höfundur meginhluta efnisins er Þóroddur Sveinsson, en meðhöfundar að fjórum köflum eru þeir Haukur Þórðarson og Jóhannes Kristjánsson. Leiðarvísirinn er hluti samnings atvinnuvegaráðuneytisins og LbhÍ um sérhæfða ráðgjöf og þróunarvinnu í landbúnaði og er afrakstur margra ára rannsókna og reynslu af kornrækt og er ætlað að styðja við sjálfbæra og hagkvæma kornrækt á Íslandi.