Fréttir
Kynning á starfi svæðisstöðva og UMFÍ var á opnum degi Lífsnámsviku Menntaskóla Borgarfjarðar í mars. Frá vinstri: Álfheiður Sverrisdóttir svæðisfulltrúi, Ernir Daði nemandi í MB og fulltrúi í Ungmennaráði UMFÍ, Sigurður Guðmundsson starfsmaður UMFÍ og Heiðar Mar Björnsson svæðisfulltrúi. Ljósm. hig

Framhaldsskólaáfangi um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni

Í vor hafa svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Vesturlandi kennt áfanga um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni. Kennt hefur verið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness og aðildarfélög þess. Áfanginn var tilraunaverkefni og hefur hann vakið athygli innan íþróttahreyfingarinnar. Hugmyndin að áfanganum kviknaði fljótlega eftir að svæðisfulltrúar hófu störf haustið 2024 og var hann mótaður í góðu samstarfi á milli svæða. Mikill vilji var innan FVA og ÍA að prufukeyra fyrirkomulagið og segja Álfheiður Sverrisdóttir og Heiðar Mar Björnsson, svæðisfulltrúar á Vesturlandi, vel hafa tekist til. ,,Við erum afskaplega ánægð með hvernig áfanginn gekk. Nemendur voru áhugasamir og stóðu sig vel og íþróttahreyfingin á Akranesi tók mjög vel á móti þeim. Þeir unnu að fjölbreyttum verkefnum og hafa nú skapast tengingar á milli þessa frambærilega unga fólks og hreyfingarinnar sem við teljum að séu komnar til að vera,“ segir Álfheiður.

Framhaldsskólaáfangi um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni - Skessuhorn