Fréttir
Mikael Marinó Rivera með fyrsta lax sumarsins úr Skugga í Borgarfirði, 86 sentimetra nýgenginn fisk. Ljósm. aðsend

Laxveiðisumarið hafið – fyrsti laxinn úr Skugga

Fyrsti laxinn á þessu veiðitímabili veiddist í Skugga í Borgarfirði í dag. Það er sami dagur og nánast upp á mínútu og fyrsti laxinn kom á land þar í fyrra. Eins og þá var það Mikael Marinó Rivera sem veiddi fyrsta laxinn. „Já, fyrsti laxinn eins og í fyrra hjá manni,“ sagði hann hróðugur. „Það var gaman að þessu. Ég var með hann á í 20 mínútur,“ sagði veiðimaðurinn, nýbúinn að landa 86 cm fiski.

Laxveiðisumarið hafið - fyrsti laxinn úr Skugga - Skessuhorn