Fréttir
Carnial Miracle lá á ytri höfninni og voru farþegar fluttir í land á litlum bátum sem voru á ferðinni allan daginn. Texti og myndir: tfk

Líf og fjör þegar fyrsta stóra skemmtiferðaskip sumarsins kom – myndasyrpa

Á laugardaginn kom skemmtiferðaskipið Carnival Miracle til hafnar í Grundarfirði. Veðrið var með besta móti og tók Grundarfjörður á móti gestum með fegursta móti. Mikil stemning myndaðist á höfninni en þar var fjöldinn allur af leiðsögumönnum, rútum, sölumönnum og hafnarstarfsmönnum sem tóku á móti þegar fyrstu farþegar fóru að streyma í land. Mikill fjöldi fólks fór upp í rútur í skipulagðar ferðir en einnig voru margir sem skoðuðu bæinn í blíðviðrinu. Um þrjú þúsund manns voru um borð í skipinu og rétt rúmlega tvö þúsund farþegar.

Líf og fjör þegar fyrsta stóra skemmtiferðaskip sumarsins kom - myndasyrpa - Skessuhorn