Fréttir
Ísak Máni Hugason með urriðann úr Hreðavatni. Ljósm. hó

Fiskur á fyrsta degi þegar Hreðavatn var opnað fyrir veiði

Þessa dagna er hvert silungsveiðivatnið á fætur öðru opnað. Svo styttist óðfluga í að laxveiðin hefjist. Hreðavatn var opnað á föstudaginn og mættu nokkrir veiðimenn á ýmsum aldri til að renna fyrir fisk. Ísak Máni Hugason veiddi þennan 44 cm urriða í Hreðavatni. Hann var búinn að taka nokkra minni fiska en varð svo aldeilis hissa þegar þessi reif flotið niður hjá honum. Ísak Máni fór því mjög sáttur heim úr þessari veiðiferð, en fiskana veiddi hann á maðk.

Fiskur á fyrsta degi þegar Hreðavatn var opnað fyrir veiði - Skessuhorn