Fréttir
Brunað í gegnum hliðið til að byrja næsta hring. Ljósmyndir: tfk

Hjóladagur í leikskólanum

Það var mikið um að vera á bílaplaninu við Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði síðastliðinn þriðjudag. Þá var búið að breyta bílaplaninu í skemmtilega hjólabraut og mættu allir krakkarnir á hjóli í leikskólann. Lögreglan kom á svæðið og fór yfir hjóla- og öryggisbúnað og setti svo viðeigandi límmiða á fákana. Gleðið skein úr hverju andliti er börnin brunuðu hring eftir hring í brautinni.

Hjóladagur í leikskólanum - Skessuhorn