Fréttir
Fimleikafólkið sem tryggði sér sæti á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer í Finnlandi. Ljósm. fimía

Tryggðu sér sæti á NM í hópfimleikum

Fimleikafólk úr ÍA og Aftureldingu sameinuðu krafta sína á stigamótaröð Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum sem haldið var í Fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi í gær. Liðin náðu þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fer í Finnlandi aðra helgina í nóvember á þessu ári. Þetta verður í fyrsta skipti í sögu félagsins þar sem það mun taka þátt á stórmóti af þessari stærðargráðu og er það frábær og ansi merkilegur árangur.

Tryggðu sér sæti á NM í hópfimleikum - Skessuhorn