
Hópur nýstúdenta ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. MB
Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Síðastliðinn föstudag voru 26 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Hugrún Hanna Guðrúnardóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Ræddi hún um þá stemningu og góðu minningar sem hún tæki með sér úr skólanum og sagði: „Þessi ár sem ég hef verið hafa verið fræðandi og krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg og stútfull af minningum.“