
Sædís í Gleym mér ei. Ljósm. mm
Afburðagott vor auðveldar störfin í garðyrkjunni
Mildur og góður maímánuður og frostlaus jörð hefur létt ýmsum sporin í vor og það sem af er sumri. Á garðyrkjustöðinni Gleym mér ei við Sólbakka í Borgarnesi er venju fremur blómlegt um að litast miðað við að enn er maí. Blaðamaður Skessuhorns leit þar við um síðustu helgi og spjallaði stuttlega við garðyrkjufræðinginn Sædísi Guðlaugsdóttur.