Fréttir

true

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins og voru verðlaunin afhent í nítjánda sinn í gær. Alls bárust 34 umsóknir um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun hvaðanæva af landinu. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur verðlaunin að þessu sinni og skipar sér í hóp framúrskarandi verkefna sem hlotið hafa verðlaunin á síðustu 20 árum. Una…Lesa meira

true

Gatan Vallholt í Ólafsvík endurnýjuð

Gatnaframkvæmdir hefjast í Vallholti í Ólafsvík í næstu viku. Framkvæmdin er umsvifamikil og verður framkvæmdasvæði endurnýjað, bæði gata og gangstéttir. Skipt verður um jarðveg í götunni og allar lagnir. Verktakafyrirtækið B. Vigfússon vinnur framkvæmdina fyrir Snæfellsbæ. Rarik nýtir tækifærið til að skipta um strengi og lagnir auk þess sem Míla leggur ljósleiðara í götuna. Að…Lesa meira

true

Fjöldi gesta á opnum degi á Breið

Seinni partinn síðasta miðvikudag var opinn dagur á Breið nýsköpunarsetri við Bárugötu á Akranesi og heppnaðist hann með eindæmum vel. Fjöldi gesta lagði leið sína í húsið, naut dagsins og kynnti sér fjölbreytta og spennandi frumkvöðlastarfsemi sem þar fer fram. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar voru með kynningar á starfsemi sinni og þeim verkefnum sem þau…Lesa meira

true

Hitabylgja í Borgarnesi

Nemendum í Grunnskóla Borgarness leiddist þófið í fyrradag, þegar 18 gráðu hiti var í bænum og fóru út á bryggju og kældu sig með því að hoppa í sjóinn. Áfram er spáð blíðskaparveðri á öllu landinu og verða vafalaust margir sem munu nýta sér það.Lesa meira

true

Höfnin full og allir að fá skammtinn sinn

Síðastliðið þriðjudagskvöld voru 47 strandveiðibátar í höfninni á Arnarstapa. Guðmundur Már Ívarsson hafnarvörur, Mási, sagði alla hafa náð strandveiðiskammtinum þann daginn og auk þess talsverðu af stórufsa einnig. „Þetta hefur verið mikil og skemmtileg törn,“ sagði Mási í samtali við Skessuhorn; „þrátt fyrir allan þennan fjölda báta gengur þetta eins og smurð vél,“ bætti hann…Lesa meira

true

Markmiðið er að vinna deildina

Rætt við Carlos Saavedra og Declan Redmond, spilandi þjálfara meistaraflokks karla hjá Skallagrími Skallagrímur í Borgarnesi spilar í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en liðið féll úr deildinni fyrir ofan í fyrra. Á síðasta tímabili tóku þeir Carlos Saavedra og Declan Redmond við liðinu sem spilandi leikmenn liðsins og eru þeir nú á…Lesa meira

true

Ný Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Glóðvolg úr prentsmiðju er nú komin ný Pétrísk-íslensk orðabók, að þessu sinni með alfræðiívafi. Þetta er 37. útgáfa bókarinnar en sú fyrsta leit dagsins ljós 1988. Höfundur nú sem fyrr er Pétur Þorsteinsson frá Hömrum í Reykholtsdal sem nýverið lét af störfum sem prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, enda hefur hann nú fyllt tuginn þegar…Lesa meira

true

Ný stjórn Landsbjargar

Um liðna helgi var á Selfossi haldið landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Yfir 500 félagar sóttu þingið og viðburði tengda því á Selfossi og í nágrenni. Samhliða landsþinginu voru haldnir Björgunarleikar, þar sem lið frá fjölmörgum björgunarsveitum kepptu sín á milli við að leysa ýmis verkefni sem Björgunarfélag Árborgar hafði lagt fyrir þau. Landsþingið kaus félaginu nýja…Lesa meira

true

Nemendur í Steam í MB sýndu verk sín

Nemendur í lokaáfanga Steam við Menntaskóla Borgarfjarðar voru með sýningu á verkefnum sínum í Hyrnutorgi í Borgarnesi í gær. STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Verkefnin voru mörg hver mjög áhugaverð og metnaðarfull og skapaðist umræða á milli gesta og nemenda um hvert þeirra. Eðli STEAMS náms er að samþætta greinar og…Lesa meira

true

Sending upp á 56 tonn mætt í Borgarnes

Nokkur viðbúnaður var í Borgarnesi í gær þegar 56 tonna rekhamar var fluttur inn í bæinn. Vegna stærðar og umfangs hamarsins þurfti að stýra umferð við gatnamót Borgarbrautar og Skallagrímsgötu, áður en hamrinum var bakkað niður Skallagrímsgötuna. Hlynur Ólafsson, verkefnastjóri framkvæmda hjá Borgarbyggð og Orri Jónsson svæðisstjóri Eflu á Vesturlandi, sáu um að stýra umferð…Lesa meira