
Þorvaldur, Viðar og Eiríkur fengu blóm að gjöf. Ljósm. vaks
Fjöldi gesta á opnum degi á Breið
Seinni partinn síðasta miðvikudag var opinn dagur á Breið nýsköpunarsetri við Bárugötu á Akranesi og heppnaðist hann með eindæmum vel. Fjöldi gesta lagði leið sína í húsið, naut dagsins og kynnti sér fjölbreytta og spennandi frumkvöðlastarfsemi sem þar fer fram.