Fréttir
Svipmynd af málmverkstæði Sköpunarsmiðjunnar.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins og voru verðlaunin afhent í nítjánda sinn í gær. Alls bárust 34 umsóknir um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun hvaðanæva af landinu. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur verðlaunin að þessu sinni og skipar sér í hóp framúrskarandi verkefna sem hlotið hafa verðlaunin á síðustu 20 árum. Una B. Sigurðardóttir, stjórnarmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Sköpunarmiðstöðvarinnar tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð 2,5 milljón krona. Nýjum Eyrarrósarhafa er jafnframt boðið að standa að viðburði á Listahátíð 2026 og framleitt verður heimildamyndband um verkefnið.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina - Skessuhorn