
Eyrún Freyja Andradóttir og Hugrún Harpa Ólafsdóttir sýndu verk sitt. Ljósmyndir: hig
Nemendur í Steam í MB sýndu verk sín
Nemendur í lokaáfanga Steam við Menntaskóla Borgarfjarðar voru með sýningu á verkefnum sínum í Hyrnutorgi í Borgarnesi í gær. STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Verkefnin voru mörg hver mjög áhugaverð og metnaðarfull og skapaðist umræða á milli gesta og nemenda um hvert þeirra. Eðli STEAMS náms er að samþætta greinar og byggir kennsla á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum ferli nemenda. Verkefnin voru byggð á áhugasviði nemenda sjálfra.