
Ný Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi
Glóðvolg úr prentsmiðju er nú komin ný Pétrísk-íslensk orðabók, að þessu sinni með alfræðiívafi. Þetta er 37. útgáfa bókarinnar en sú fyrsta leit dagsins ljós 1988. Höfundur nú sem fyrr er Pétur Þorsteinsson frá Hömrum í Reykholtsdal sem nýverið lét af störfum sem prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, enda hefur hann nú fyllt tuginn þegar embættismenn yfirleitt hætta þjónustu, bregðist þeim ekki Boga-listin! Ásta og Steini á Hömrum, foreldrar drengsins, völdu nefnilega á sínum tíma fæðingardag frumburðar síns svo hann gæti sem best munað og varð dagurinn 5.5.55 fyrir valinu.