Fréttir
Arnarstapahöfn að kvöldi þriðjudagsins 13. maí. Ljósm. af

Höfnin full og allir að fá skammtinn sinn

Síðastliðið þriðjudagskvöld voru 47 strandveiðibátar í höfninni á Arnarstapa. Guðmundur Már Ívarsson hafnarvörur, Mási, sagði alla hafa náð strandveiðiskammtinum þann daginn og auk þess talsverðu af stórufsa einnig. „Þetta hefur verið mikil og skemmtileg törn,“ sagði Mási í samtali við Skessuhorn; „þrátt fyrir allan þennan fjölda báta gengur þetta eins og smurð vél,“ bætti hann við.

Höfnin full og allir að fá skammtinn sinn - Skessuhorn