
Framkvæmdasvæðið er afmarkað með rauðri línu. Ljósm. snb.is
Gatan Vallholt í Ólafsvík endurnýjuð
Gatnaframkvæmdir hefjast í Vallholti í Ólafsvík í næstu viku. Framkvæmdin er umsvifamikil og verður framkvæmdasvæði endurnýjað, bæði gata og gangstéttir. Skipt verður um jarðveg í götunni og allar lagnir. Verktakafyrirtækið B. Vigfússon vinnur framkvæmdina fyrir Snæfellsbæ. Rarik nýtir tækifærið til að skipta um strengi og lagnir auk þess sem Míla leggur ljósleiðara í götuna. Að lokinni jarðvinnu verður gengið frá yfirborði og gatan malbikuð. Áætlað er að framkvæmdir hefjist mánudaginn 19. maí og standi yfir til loka júlímánaðar.