Fréttir
Rekhamarinn mættur í Borgarnes. Ljósm. hig

Sending upp á 56 tonn mætt í Borgarnes

Nokkur viðbúnaður var í Borgarnesi í gær þegar 56 tonna rekhamar var fluttur inn í bæinn. Vegna stærðar og umfangs hamarsins þurfti að stýra umferð við gatnamót Borgarbrautar og Skallagrímsgötu, áður en hamrinum var bakkað niður Skallagrímsgötuna. Hlynur Ólafsson, verkefnastjóri framkvæmda hjá Borgarbyggð og Orri Jónsson svæðisstjóri Eflu á Vesturlandi, sáu um að stýra umferð á meðan sænsku verktakarnir óku hamrinum varfærnislega um götur Borgarness.

Sending upp á 56 tonn mætt í Borgarnes - Skessuhorn