Fréttir

true

ÍATV getur ekki lengur streymt leikjum kvennaliðs ÍA

Í tilkynningu frá stöðinni ÍATV sem sendir út margvíslega viðburði á YouTube kemur fram að hún mun ekki lengur geta streymt leikjum meistaraflokks kvenna hjá ÍA í knattspyrnu í beinni útsendingu eins og hefur verið gert með stolti síðan 2017. Sýningarrétturinn á leikjum hefur verið seldur af ÍTF til streymisveitunnar Livey. „Við hjá ÍATV viljum…Lesa meira

true

Hildur SH fékk veiðarfærin í skrúfuna

Nú rétt í þessu var Björg, björgunarskip Lífsbjargar í Snæfellsbæ, að koma til hafnar í Rifi með Hildi SH, skip Hraðfrystihúss Hellissands. Hildur var í morgun að veiðum vestur af Öndverðarnesi og fékk nótina í skrúfuna eftir að hafa fengið mjög stórt hal. Að sögn skipverja tókst að ná megninu af fiskinum um borð en…Lesa meira

true

Samtökin Sól til framtíðar formlega stofnuð

Stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka fór fram á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi síðdegis í gær. Hlutu þau nafnið Sól til framtíðar og er skilgreint starfssvæði þeirra Borgarförður norðan Skarðsheiðar, Mýrar og Hnappadalur að Haffjarðará. Á fundinn var boðið áhugafólki um málefnið og það hvatt til að gerast stofnaðilar. Um þrjátíu manns mættu á fundinn. Á honum flutti…Lesa meira

true

Héldu samráðsfund Öruggara Vesturlands í Borgarnesi

Fyrsti samráðsfundur Öruggara Vesturlands var haldinn á Hótel Hamri í Borgarnesi sl. þriðjudag. Hátt í hundrað manns komu þar saman. Samstarfsvettvangurinn um Öruggara Vesturland var settur á stofn á Farsældardeginum 16. maí á síðasta ári. Að samstarfinu standa rúmlega tuttugu aðilar á Vesturlandi; sveitarfélög, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, menntastofnanir, SSV, Vesturlandsprófastsdæmi, sýslumaðurinn á Vesturlandi, íþróttasambönd, Lögreglustjórinn á…Lesa meira

true

Ráðgjafi VÍS nú til staðar í útibúi Íslandsbanka á Akranesi

Frá og með síðasta þriðjudegi er þjónusturáðgjafi frá VÍS staðsettur í útibúi Íslandsbanka að Dalbraut 1 á Akranesi. Fram kemur í tilkynningu frá VÍS að þetta fyrirkomulag verði þangað til varanleg þjónustuskrifstofa verður opnuð í sumar. „Í sumar mun VÍS opna skrifstofu á Akranesi við hliðina á útibúi Íslandsbanka. Opnunin er liður í því að…Lesa meira

true

Jörð skalf undir Grjótárvatni snemma í morgun

Klukkan 06:17 í morgun varð skjálfti við Grjótárvatn á Mýrum og mældist hann 3,7 að stærð. Þetta er með stærstu skjálftum sem mælst hafa á svæðinu síðan virkni hófst á því árið 2021, en þriðjudaginn 15. apríl sl. varð jafn stór skjálfti á sama stað. Skjálftar á þessu svæði eru nokkuð djúpir, yfirleitt á um…Lesa meira

true

Íbúum fækkar í fjórum sveitarfélögum

Á Vesturlandi eru nú samkvæmt Þjóðskrá 18.516 íbúar skráðir með búsetu og hefur þeim fjölgað um 37 frá 1. desember síðastliðnum. Á Akranesi búa nú 8.494 og hefur íbúum fjölgað um 31 á síðustu sex mánuðum. Hlutfallslega mest fjölgun var þó í Grundarfirði þar sem íbúar eru nú 892 og hefur fjölgað um 23 á…Lesa meira

true

Kólnar verulega í kvöld og gul viðvörun fyrir morgundaginn

Seint í kvöld kólnar talsvert með suðvestanátt og lægð sem gengur yfir landið. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt vestanvert landið og tekur hún gildi á miðnætti og gildir í sólarhring. Það gengur í suðvestan 8-15 m/s og slyddu eða -snjóél, einkum á fjallvegum, t.d. Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Öxnadalsheiði. Við vestanvert landið…Lesa meira

true

Skrifað undir samning vegna nýs leikskólahúsnæðis

Hvalfjarðarsveit hefur skrifað undir samning við Andrúm arkitekta ehf. um arkitekta- og landslagshönnun vegna byggingar nýs leikskólahúsnæðis í Melahverfi. Helstu verkefni skv. samningnum eru gerð þarfagreiningar, hönnun á nýjum leikskóla ásamt frágangi lóðar auk gerð verklýsinga og kostnaðaráætlunar fyrir hvern verkþátt svo bjóða megi verkið út. Verklok ráðgjafa eru þegar lokaúttekt nýs leikskóla hefur farið…Lesa meira

true

Hvítárbændur mótmæla legu Holtavörðulínu 1

Á aðalfundi í Veiðifélagi Hvítár var samhljóða samþykkt ályktun varðandi fyrirhugaða lagningu Holtavörðulínu 1 um héraðið:„Aðalfundur í Veiðifélaginu Hvítá, haldinn þann 29. apríl 2025, lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar legu Holtavörðulínu 1 um Borgarfjörð og af neikvæðum áhrifum af línunni á félagssvæði Hvítár. Veiðifélagið bendir ríkinu sem eiganda Landsnets hf. á að nýta lönd ríkisins…Lesa meira