
Ingibjörg Ólafsdóttir þjónustustjóri VÍS á Akranesi.
Ráðgjafi VÍS nú til staðar í útibúi Íslandsbanka á Akranesi
Frá og með síðasta þriðjudegi er þjónusturáðgjafi frá VÍS staðsettur í útibúi Íslandsbanka að Dalbraut 1 á Akranesi. Fram kemur í tilkynningu frá VÍS að þetta fyrirkomulag verði þangað til varanleg þjónustuskrifstofa verður opnuð í sumar. „Í sumar mun VÍS opna skrifstofu á Akranesi við hliðina á útibúi Íslandsbanka. Opnunin er liður í því að efla þjónustu VÍS á landsbyggðinni en í vetur opnaði VÍS þjónustuskrifstofu í Reykjanesbæ. Ingibjörg Ólafsdóttir, betur þekkt sem Inga Óla, verður þjónustustjóri skrifstofunnar á Akranesi.“