
Fulltrúar lögreglu á fundinum ásamt Eygló Harðardóttur verkefnastjóra afbrotavarna hjá RLS. Ljósm. LV
Héldu samráðsfund Öruggara Vesturlands í Borgarnesi
Fyrsti samráðsfundur Öruggara Vesturlands var haldinn á Hótel Hamri í Borgarnesi sl. þriðjudag. Hátt í hundrað manns komu þar saman. Samstarfsvettvangurinn um Öruggara Vesturland var settur á stofn á Farsældardeginum 16. maí á síðasta ári. Að samstarfinu standa rúmlega tuttugu aðilar á Vesturlandi; sveitarfélög, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, menntastofnanir, SSV, Vesturlandsprófastsdæmi, sýslumaðurinn á Vesturlandi, íþróttasambönd, Lögreglustjórinn á Vesturlandi og fleiri.