Fréttir

true

Gerði upp yfir sextíu ára gamlan árabát

Erling Markús Andersen er með verkstæði við Ægisbraut á Akranesi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við hjá honum fyrir helgi í smá heimsókn og spjall. Erling hefur verið að gera upp gamlan bát undanfarna rúma sex mánuði sem er að hans sögn norskur og yfir 60 ára gamall. „Sagan er á þann veg,“ segir Erling; „að Finnbogi…Lesa meira

true

Nýir upplýsingaskjáir í Íþróttamiðstöðinni komnir upp

Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Skjáirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu. Fyrirtækið Skjálausnir sá um uppsetningu en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins. Þar má nefna tímatöflur, tilkynningar, viðburði…Lesa meira

true

Dagbók úr Baltimore sveit

Guðbjörg Bjartey sundkempa stundar nú háskólanám í USA Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir frá Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit stundar nú nám við Towson háskóla í Baltimore sveit í Maryland fylki í Bandaríkjunum. Guðbjörg hefur stundað sund síðan hún var sjö ára gömul; æfði og keppti með Sundfélagi Akraness og hefur náð frábærum árangri. Í apríl sló hún 20…Lesa meira

true

Mikið fjör á öldungamóti í blaki

Öldungamótið í blaki var haldið dagana 1.-4. maí í Kópavogi. Þar öttu kappi mörg virðulegustu blaklið landsins en mótið er ætlað heldri iðkendum eins og nafnið gefur til kynna. Þrjú kvennalið af Snæfellsnesi mættu til leiks; tvö frá Grundarfirði og eitt frá Snæfellsbæ. Liðin stóðu sig vel og var gleðin í fyrirrúmi þó að keppnisskapið…Lesa meira

true

Margrét Halldóra ráðin nýr leikskólastjóri á Klettaborg

Borgarbyggð hefur gengið frá ráðningu á nýjum leikskólastjóra á Klettaborg í Borgarnesi en Margrét Halldóra Gísladóttir mun hefja þar störf 1. ágúst næstkomandi. „Mér líst mjög vel á þetta starf, ég sé fyrir mér að styðja við það góða starf sem hefur nú þegar verið unnið á Klettaborg og hlakka ég til að starfa með…Lesa meira

true

„Alls enginn skrekkur í okkur“

Rætt við Andra Júlíusson um komandi tímabil hjá Kára í 2. deildinni Knattspyrnufélagið Kári leikur í 2. deild karla í ár en liðið fagnaði sigri í 3. deildinni á síðasta tímabili og komst þar með upp í 2. deild á ný eftir þriggja ára fjarveru. Aron Ýmir Pétursson var þjálfari liðsins í fyrra og honum…Lesa meira

true

Lækka hámarkshraða enn frekar

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar í febrúar var tillaga um að lækka hámarkshraða á Innnesvegi á milli Garðabrautar og Víkurbrautar samþykkt. Skiltum hefur nú verið komið fyrir og er gildandi hámarkshraði á svæðinu nú 20 km/klst. Er þetta gert til að auka umferðaröryggi þeirra sem eiga leið á milli Grundaskóla og Jaðarsbakka.Lesa meira

true

Tveir ökumenn teknir á um 140 km hraða

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 75 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku og þar af mældust tveir á rúmlega 140 km/klst. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir um ölvunarakstur. Einnig voru tveir ökumenn stöðvaðir sem reyndust vera sviptir ökuréttindum og nokkrir voru kærðir fyrir að nota ekki…Lesa meira

true

Álfasala SÁA hefst í dag

Álfasala SÁÁ hefst í dag. Tekjum af sölunni er ætlað að styðja við meðferðarstarfið hjá SÁÁ. Í ár klæðist Álfurinn landsliðsbúningnum í tilefni þess að stelpurnar okkar eru á leiðinni á EM í fótbolta í sumar. Það eru því tvær útgáfur af Álfinum þetta árið; blár og hvítur en þeir félagar eiga skemmtileg samskipti í…Lesa meira

true

Bræla og strandveiðisjómenn í landi – myndasyrpa af fyrsta degi veiðanna

Óhagstætt veður er í dag til strandveiða við vestanvert landið og fáir því á sjó. Enn hvassara veðri er svo spáð á morgun. Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti aðfararnótt mánudags og héldu þá þegar fjölmargir til veiða. Veður var þokkalegt á mánudaginn og voru margir sem náðu dagsskammtinum. Meðfylgjandi eru myndir sem fréttaritarar Skessuhorns tóku á…Lesa meira