
Kristján Guðmundsson skipstjóri á Þresti var ánægður með daginn. Ljósm. tfk
Bræla og strandveiðisjómenn í landi – myndasyrpa af fyrsta degi veiðanna
Óhagstætt veður er í dag til strandveiða við vestanvert landið og fáir því á sjó. Enn hvassara veðri er svo spáð á morgun. Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti aðfararnótt mánudags og héldu þá þegar fjölmargir til veiða. Veður var þokkalegt á mánudaginn og voru margir sem náðu dagsskammtinum. Meðfylgjandi eru myndir sem fréttaritarar Skessuhorns tóku á fyrsta degi strandveiðanna.